Næstu námskeið:

Íslenski þroskalistinn

9. september 2024 kl. 9:00 – 16:00. Skráning.

Smábarnalistinn

13.september 2024 kl. 9:00 – 13:00. Skráning.

–  Um Þroskalistana

Íslenski þroskalistinn og Smábarnalistinn meta mál- og hreyfiþroska 15 til 72 mánaða barna. Báðir þroskalistarnir eru frumsamdir og staðlaðir hér á landi. Fjöldi rannsókna staðfesta áreiðanleika og réttmæti þroskalistanna til að álykta um mál- og hreyfiþroska barna. Nánari upplýsingar um Íslenska þroskalistann eru hér og Smábarnalistann hér.

– Námskeið

Túlkun niðurstaðna úr stöðluðum matstækjum er vandasöm. Þess vegna er þess krafist að þeir sem nota þroskalistana sæki réttindanámskeið um notkun þeirra. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að tryggja hagsmuni barna sem metin eru með listunum og stuðla að fagmennsku við túlkun og notkun niður­staðna úr þroska­matinu.  Réttindanámskeið eru haldin reglulega. Skráning á réttindanámskeið er hér.

– Panta gögn

Öll gögn vegna notkunar Íslenska þroskalistans og Smábarnalistans eru pöntuð hér.

– Úrvinnsla

Þeir sem hafa lokið réttindanámskeiði um Íslenska þroskalistann hafa aðgang að úrvinnsluforriti þroskalistans.

Updating…
  • Engin vara í körfu.