Smábarnalistinn

 

Smábarnalistanum er ætlað að meta mál- og hreyfiþroska 15 mánaða til 38 mánaða barna með því að afla upplýsinga frá mæðrum þeirra. Mæður svara stöðluðum spurningum um mál- og hreyfifærni barna sinna á þeim tíma þegar listinn er fylltur út. Smábarnalistinn er staðlaður hérlendis í úrtaki 1132 mæðra barna á aldrinum 15 til 38 mánaða. Þeir sem hafa lokið réttindanámskeiði um Smábarnalistann mega nota listann.

 

Í Smábarnalistanum eru 144 staðhæfingar um mál- og hreyfiþroska barna. Listinn samanstendur af fimm undirprófum og gefa heiti þeirra til kynna hvaða svið þau meta. Prófin eru: (1) Grófhreyfingar, (2) Fínhreyfingar, (3) Sjálfsbjörg, (4) Hlustun og (5) Tal. Þessi fimm undirpróf skipa sér á tvo prófþætti: (1) Hreyfiþátt og (2) Málþátt. Heildartala listans, þroskatala, er gerð af öllum fimm undirprófum hans.

 

Smábarnalistinn er eina staðlaða matstækið hérlendis til að meta mál- og hreyfiþroska barna yngri en þriggja ára. Hann hefur því nokkra sérstöðu á meðal þeirra matstækja sem hægt er að nota við þroskamat á ungum börnum. Listinn getur komið að góðum notum við rækilegt þroskamat á barni og við reglubundið mat á þroska barns.

Updating…
  • Engin vara í körfu.